Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 398 . mál.


826. Frumvarp til laga



um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða.

(Eftir 2. umr., 24. febr.)



1. gr.


    Efnt skal til átaksverkefnis um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og sjálfbærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum.

2. gr.


    Landbúnaðarráðherra skipar fjóra menn í stjórn átaksverkefnisins og skal einn tilnefndur af landbúnaðarráðuneyti, einn af umhverfisráðuneyti, einn af bændasamtökunum og einn sam kvæmt tilnefningu VOR, landssamtaka bænda í lífrænum búskap.
    Landbúnaðarráðherra skipar formann úr hópi stjórnarmanna. Ef atkvæði falla jafnt við ákvarðanatöku hjá stjórninni ræður atkvæði formanns.

3. gr.


    Stjórn verkefnisins skal stuðla að verkefnum á sviði fræðslu um vistvæna og lífræna fram leiðslu, gæðastjórnunar, áætlanagerðar, vöruþróunar og markaðssetningar íslenskra afurða und ir merkjum hollustu, hreinleika og gæða.
    Með lífrænni framleiðslu í lögum þessum er átt við þá framleiðslu er fellur undir 6. gr. laga nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

4. gr.


    Ríkissjóður leggur átaksverkefninu til 25 millj. kr. á ári á fjárlögum árin 1996–99.

5. gr.


    Landbúnaðarráðherra hefur yfirumsjón með framkvæmd laga þessara.

6. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.